Skipin farin til veiða

96
Deila:

Skip Síldarvinnslunnar og tengdra fyrirtækja hafa nú öll haldið til veiða nema frystitogarinn Blængur NK sem er í slipp á Akureyri og Polar Amaroq sem taka mun þátt í loðnuleit. Kolmunnaskipin Beitir NK og Börkur NK létu úr höfn aðfaranótt sunnudags og Bjarni Ólafsson AK hélt fljótlega í kjölfar þeirra. Börkur og Beitir höfðu kastað í gærmorgun á kolmunnamiðunum suðaustur af Færeyjum en færeysk skip hafa verið þar að veiðum að undanförnu.

Ísfisktogararnir héldu til veiða um helgina. Bergey VE sigldi út úr Vestmannaeyjahöfn á laugardagsmorgun og Vestmannaey VE á sunnudag. Gullver NS hélt frá Seyðisfirði á laugardag.

Grænlenska uppsjávarskipið Polar Amaroq átti af fara til loðnuleitar í gærkvöld. Mun Polar Amaroq leita að loðnu ásamt hafrannsóknaskipunum Bjarna Sæmundssyni og Árna Friðrikssyni og veiðiskipunum Ásgrími Halldórssyni SF og Aðalsteini Jónssyni SU.

 

Deila: