-->

Tillaga að rekstrarleyfi Arctic Sea Farm ehf. til fiskeldis í Dýrafirði

Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir Arctic Sea Farm ehf. til sjókvíaeldis á 10.000 tonna hámarkslífmassa af frjóum laxi í Dýrafirði. Tillagan er byggð á matsskýrslu frá 2020 um viðbót Arctic Sea Farm ehf. til eldis á 5.800 tonnum af laxi í sjókvíum í Dýrafirði. Verði tillaga að 10.000 tonna rekstrarleyfi gefin út þá kemur það í stað rekstrarleyfa Arctic Sea Farm ehf. til 4.200 tonna sjókvíeldis á regnbogasilungi og laxi í Dýrafirði (FE-1123 og FE-1084).

Um er að ræða nýtt rekstrarleyfi sem heimilar allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi á hverjum tíma. Burðarþolsmat Hafrannsóknastofnunar og áhættumat stofnunarinnar gera ráð fyrir 10.000 tonnum af frjóum laxi í Dýrafirði.

Framkvæmd fyrirtækisins fór í gegnum mat á umhverfisáhrifum í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum.

Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar Matvælastofnun á mast@mast.is. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 5. febrúar 2021.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ertu öruggur um borð?

Vinnslustöðin, FISK Seafood og VÍS hafa hrundið af stokkum átaksverkefni sem ætlað er að beina kastljósum að öryggismálum á ski...

thumbnail
hover

Síldin sækir til vesturs 

Mun meira var að sjá af norsk-íslenskri síld og kolmunna í nýafstöðnum rannsóknarleiðangri færeyska rannsóknaskipsins Jákups Sv...

thumbnail
hover

Smjörsteikt rauðspretta

Rauðspretta er sérlega góður matfiskur með alveg einstöku bragði. Hana má elda á fjölmarga vegu en að þessu sinni leituðum við...