Djúpsteikur fiskur uppáhaldsmaturinn

Deila:

 

Rifsarinn Alexander Friðþjófur Kristinsson er maður vikunnar á kvotinn.is þennan föstudaginn. Hann hefur unnið við sjávarútveginn frá 12 ára aldri og þekkir flestar hliðar þessa undirstöðuatvinnulegar okkar. Og að sjálfsögðu er fiskur uppáhaldsmaturinn hans.

Nafn?

Alexander Friðþjófur Kristinsson

Hvaðan ertu?

Er frá Rifi og hef búið þar alla tíð.

Fjölskylduhagir?

Eiginkona mín er Íris Ósk Jóhannsdóttir og eigum við fimm börn.

Hvar starfar þú núna?

Starfa sem framkvæmdastjóri Sjávariðjunnar á Rifi.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Ég var 12 ára og byrjaði í fiskverkun Kristjáns Guðmundssonar.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Vera stöðugt að tileinka sér nýja tækni og vinna með gott hráefni.

En það erfiðasta?

Erfiðast er að standa skil skil á hörðum kröfum kaupenda hvað varðar athendingaröryggi og gæði.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Það kemur mér alltaf jafnmikið á óvart hve illa er gengið um auðlindina, hve margir skila fiskinum illa frá sér upp úr sjó.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Lárus Skúli Guðmundsson

Hver eru áhugamál þín?

Samvera með fjölskyldu og vinum, veiði, golf og skíði

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Djúpsteiktur fiskur

Hvert færir þú í draumfríið?

Á sólarströnd

 

 

Deila: