Akurey fagnað á Akranesi

Deila:

Komu hins nýja togara HB Granda, Akureyjar AK, til Akraness var fagnað í dag við sérstaka athöfn. Þetta er annar af þremur nýjum ísfisktogurum HB Granda sem kemur til landsins, en sá fyrsti, Engey, er nú að hefja veiðar.

Athöfnin á Akranesi í dag hófst með ávarpi Vilhjálms Vilhjálmssonar, forstjóra HB Granda. Síðan flutti fjármálaráðherra Benedikt Jóhannesson ávarp. Formaður bæjarráðs Akraness, Ólafur Adólfsson, flutti ávarp og séra Eðvarð Ingólfsson, sóknarprestur á Akranesi, blessaði skipið.

Ingibjörg Björnsdóttir, ekkja Árna Vilhjálmssonar, fyrrum stjórnarformanns HB Granda, gaf skipinu nafn.

Karlakórinn Svanur söng við athöfnina.

Ljósmynd Jóhann Ólafur Halldórsson.

Deila: