Makrílkvótinn aukinn

Deila:

Mak­ríl­kvóti ís­lenskra fiski­skipa nem­ur 168.464 lest­um árið 2017. Þetta kem­ur fram í nýrri reglu­gerð at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­is­ins.

Um er að ræða tals­verða aukn­ingu frá síðasta ári, þegar 147.824 lest­ir voru leyfðar til veiða. Kvót­inn nam hins veg­ar 172.964 lest­um árið 2015, og var þá aukn­ing um rúm­lega fimm þúsund tonn frá ár­inu áður.

Fram kem­ur einnig að Fiski­stofa muni aug­lýsa eft­ir um­sókn­um um mak­ríl­veiðar þann 10. apríl næst­kom­andi. Viðmiðun leyfi­legs heild­ar afla skuli þá ráðstafað til skipa sem stunduðu mak­ríl­veiðar á ár­un­um 2007, 2008 og 2009.

Auk þess seg­ir að skylt sé að ráðstafa að minnsta kosti 70% af mak­rílafla ein­stakra skipa til vinnslu á ár­inu 2017. Fiski­stofa skuli þá fylgj­ast með hvort skil­yrði um vinnslu­skyldu hafi verið upp­fyllt við lok vertíðar.

 

Deila: