Einn stærsti viðræðuvettvangur í heimi

Deila:

World Seafood Congress (WSC2017) fer fram á Íslandi 10.-13. september nk. Undirbúningur gengur vel og hefur fjöldi manns nú þegar skráð sig á ráðstefnuna sem fram fer í Hörpu. Einnig hafa mjög áhugaverðir fyrirlesarar boðað komu sína.

WSC er einn stærsti viðræðuvettvangur í heimi á sviði verðmætasköpunar í sjávarútvegi og matvælaöryggis, og dregur að borðinu fólk úr öllum hlutum virðiskeðju sjávarfangs. Á ráðstefnuna koma starfsmenn útgerða og fiskvinnsla, fjárfestar og fólk úr stofnana- og menntaumhverfinu víða um heim, ekki síst frá þróunarlöndum.

Íslensk fyrirtæki hafa verið dugleg að skrá sig enda kjörið tækifæri fyrir íslenskan sjávarútveg að koma sér enn betur á framfæri. Þess má einnig geta að þeir sem skrá sig á WSC2017 fá frían aðgang að Íslensku sjávarútvegssýningunni sem opnar skrax í kjölfarið á WSC, á hádegi þann 13. september.

Skráningargjöld eru á sérstökum afslætti fram til 1. maí. Nánar á heimasíðu WSC2017

 

Deila: