Leyft að flytja 30% milli fiskveiðiára

Deila:

Með nýrri reglugerð sjávarútvegsráðuneytisins hafa heimildir til að flytja aflaheimildir á milli ára verið auknar úr 15% í 30%. Ákvæði í nýrri reglugerði er svohljóðandi: „Heimilt er að flytja allt að 30% af aflamarki hverrar botnfisktegundar frá fiskveiðiárinu 2016/2017 yfir á fiskveiðiárið 2017/2018.

Ástæður þessa eru þær að lítill afli barst á land í rúmlega tveggja mánaða verkfalli sjómanna í vetur. Því voru auknar líkur á að útgerðir næðu ekki að veiða heimildir sínar og þær gætu fallið niður á milli ára. Í yfirliti á vef Fiskistofu 22. mars kom fram að á fyrri helmingi yfirstandandi fiskveiðiárs veiddu íslensk skip tæplega 31 þúsundi tonna minna af þorski úr sjó en á fyrra ári. Samdráttur í ýsuafla var um 7,5 þúsund tonn. Heildaraflinn í botnfiski var á fyrri helmingi fiskveiðiársins tæp 176 þúsund tonn upp úr sjó en var 240 þúsund tonn á sama tímabili í fyrra. Þetta er samdráttur upp á 27%.
Frá þessu var greint í Morgunblaðinu

Deila: