HB Grandi í Brussel

Deila:

Sjávarútvegssýningin, Seafood Expo Global, var haldin í Brussel 25.-27. apríl sl.. HB Grandi tók þátt í sýningunni, en félagið hefur tekið þátt í frá árinu 2005.  Sýningin er stærsta sjávarútvegssýning í heimi og hefur þátttaka HB Granda verið mikilvægur liður í markaðsstarfi félagsins.
Alls fóru 23 starfmenn til Brussel á vegum HB Granda en markaðssvið félagsins stóð vaktina á básnum til að kynna afurðir, ræða við kaupendur á sjávarafurðum, styrkja samstarfið við núverandi viðskiptavini og afla nýrra viðskiptasambanda.

„Sýningin í Brussel tókst ákaflega vel í ár, sýningarbás HB Granda var glæsilegur en hann hefur aldrei verið stærri og starfsfólkið stóð sig virkilega vel. Góð aðstaða var til fundarhalda fyrir 40 manns, móttökuborð, sýningarsvæði og eldhús þar sem matreiðslumaðurinn Oddur Smári Rafnsson eldaði fyrir gesti á básnum,“ segir Brynjólfur Eyjólfsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs HB Granda.

Hér fyrir neðan má sjá stutt myndband frá sýningarbás HB Granda í ár.

https://www.hbgrandi.is/frettir/frett/2017/05/17/Sjavarutvegssyningin-i-Brussel/

 

 

 

Deila: