Sunna Rós með mest af grásleppu
vertíðinni veiddust 4.523 tonn af grásleppu. Þetta er nokkuð minni afli en á síðustu vertíð en þá var aflinn 5.318 tonn samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu. Í stöplaritinu má sjá grásleppuafla síðastliðnar fimm vertíðir.
Alls greiddu 259 bátar fyrir leyfi til grásleppu-veiða á þessari vertíð og eru þau mismörg milli svæða. Aðeins átta leyfi voru gefin út fyrir svæði G og C en 92 leyfi fyrir svæði E sem nær frá Skagatá austur að Fonti á Langanesi.
Útgefnum leyfum fjölgaði lítillega frá síðustu vertíð eða um 14 leyfi sem gerir 5,7 % fjölgun grásleppu-veiðileyfa. Útgefnum grásleppuveiðileyfum hefur þrátt fyrir það fækkað nokkuð síðast-liðnar vertíðir. Til að mynda voru þau 369 talsins árið 2011.
Aflahæsti grásleppu-báturinn á vertíðinni er Sunna Rós SH-123 með rúm 50 tonn. Næstur kemur Fjóla SH-7 með 47 tonn af grásleppu. Báðir eru þessir bátar gerðir út á svæði B.