Jólin um borð í Tý

Deila:

Áhöfnin á varðskipinu Tý situr ekki auðum höndum. Á dögunum fór hið árlega jólabingó fram í borðsal varðskipsins en spilaðar voru 16. umferðir og var einkennisklæðnaðurinn af skrautlegra taginu af því tilefni.

„Fyrr um kvöldið var boðið upp á dýrindis jólahlaðborð sem þær Rannveig Hreinsdóttir og Sólveig Helga Hjaltadóttir höfðu veg og vanda af. Þessi frábæra hefð hefur verið við lýði í nokkur ár og skapar skemmtilega jólastemningu um borð,“ segir í frétt á heimasíðu Gæslunnar.

Deila: