Mokveiði eftir hrygningarstopp

Deila:

Vestmannaey VE og Bergey VE héldu til veiða að morgni föstudags að loknu hrygningarstoppi. Veiðin hófst strax af krafti og voru bæði skip komin til löndunar í Vestmannaeyjum daginn eftir með nánast fullfermi. Og áfram hélt veislan. Eyjarnar lönduðu fullfermi aftur í gærmorgun og var uppistaða aflans ýsa og þorskur.

Á Austfjarðamiðum hafa verið léleg aflabrögð hjá togurunum að undanförnu og því hafa austfirsku togararnir leitað á fjarlægari mið. Gullver NS hefur verið að veiðum fyrir sunnan land og er nú á leið til Seyðisfjarðar með fullfermi. Barði NK hefur verið á Vestfjarðamiðum og landaði fullfermi á Dalvík í fyrrakvöld. Uppistaða afla Barða var þorskur og ufsi. Blængur NK hefur að undanförnu veitt ufsa á Halamiðum og hafa aflabrögðin verið góð.
Á myndinni er Bergey VE að veiðum í Háfadýpi. Vestmannaeyjar í baksýn. Ljósm. Birgir Þór Sverrisson

 

Deila: