Minna af kolmunna við Færeyjar í ár

Deila:

Kolmunni við Færeyjar

Minna af kolmunna fannst í leiðangri færeyska rannsóknaskipsins Magnúsar Heinasonar sunnan Færeyja en síðastliðin ár. Leiðangurinn var farinn fyrir páska. Þetta á sérstaklega við smáan kolmunna, en nærri ekkert var að sjá af ársgömlum fiski.

Leiðangurinn í ár markaðist töluvert af slæmu veðri. Kolmunninn var dreifður og sést verr á fiskileitartækjum í óveðri. Þá myndast einnig mikið af lofbólum í sjónum, sem blokkera endurkastið frá mælunum. Það leiðir til þess að fiskur sem ekki sést í mælingunum verður ekki tekinn með í matið. Því er áreiðanleiki mælinganna minni en í fyrra.

Uppistaða kolmunnans sem fékkst í leiðangrinum voru árgangarnir frá 2013 og 2014, sem einnig voru áberandi í fyrra. Þessi fiskur er að meðaltali 24-26 sentímetrar að lengd.

Leiðangur Færeyinga er hluti af sameiginlegum rannsóknum undir hatti Alþjóða hafrannsóknaráðsins, en þar taka líka Norðmenn, Írar og Hollendingar þátt. Síðari þjóðirnar þrjár kanna hrygningarsvæði kolmunnans lengra í suðri. Niðurstaða leiðangranna verður tekin saman og kynnt á fundi Alþjóða hafrannsóknaráðsins í lok maí.

 

Deila: