Langmestu af bolfiski landað í Reykjavík

Deila:

Á nýliðnu ári var 89.418 tonnum landað í Reykjavíkurhöfn og er hún að venju sú höfn þar sem mestum botnfiskafla er landað. Lítilsháttar aukning var á lönduðu magni miðað við afla uppúr sjó frá síðasta ári um 1.867 tonn sem samsvarar 2,1% aukningu.  Reykjavíkurhöfn ber því höfuð og herðar yfir aðrar löndunarhafnir hér á landi þegar horft er til löndunar á botnfiski. Sú höfn sem kemur næst er Grindavíkurhöfn með 38.374 tonn og varð talsverður samdráttur á afla sem kom þar á land um 17,2% um tæp 8 þúsund tonn.

Samdráttur í afla var víða um land. Mestur var samdrátturinn í magni talið í Grindavík og á Ísafirði um 2,9 þúsund tonn. Mesta aukning frá fyrra ári var í Hafnafirði um 6,3 þúsund tonn og Bolungarvík um 4 þúsund tonn.

Mest aukning á Norðurlandi vestra og eystra

Ef horft er til landsvæða þá jókst landað magn á botnfiskafla mest milli áranna 2015 og 2016 í höfnum á Norðurlandi vestra um 7,5%. Aukning á Norðurlandi vestra jókst úr tæpum 27 þúsund tonnum í rúm 29,1 þúsund tonn og á Norðurlandi eystra úr 81,8 þúsundum tonna í 88 þúsund tonn. Aukning var í löndun á botnfiskafla á öllum landsvæðum að Suðurnesjum undanskildum en þar dróst landað magn saman um 10,2% um rúm 6,3 þúsund tonn.

Reyðarfjörður rekur lestina

Ef við beinum athyglinni að þeim löndunarhöfnum þar sem minnstum botnfiskafla var landað á síðasta ári er það Reyðarfjörður á Austurlandi sem rekur lestina með aðeins 71 kg. Í Kópavogi var á síðasta ári  landað aðeins 6 tonnum af botnfiski en landað magn hefur farið verulega minnkandi á síðastliðnum árum frá 128 tonnum árið 2014 niður í 5 tonnum á síðasta ári.

Hlutur Suðurnesja dregst saman

Hlutfallsleg aukning er á flestum landsvæðum nema á Suðurnesjum en hlutur Suðurnesjahafnalækkar úr 10,1% í 9,9%.  Hlutur höfuð-borgarsvæðisins jókst á síðasta ári frá árinu á undan eða úr  23,6% í 24,5%. Þess má geta að hlutur höfuðborgarsvæðisins var 25,7% fyrir tveimur árum og fyrir hálfum áratug nam hann 31%.
Löndunarhafnir botnfisks 2016

 

Landaður botnfiskafli eftir höfnum og landsvæðum 2014 til 2016 (Excel )

 

Deila: