Ný flæðilína væntanleg

Deila:

Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði festi nýlega kaup á flæðilínu með 6 + 8 stæðum, þ.e. sitt hvoru megin við línuna, skoðunarstöð, skotbönd og önnur færibönd til að tengja roðvél við skurðavél og síðan frá flæðilínu til marningsvélar.

Búnaðurinn er allur keyptur hjá Völku í Kópavogi og verður til afhendingar þann 16.september n.k. „Þegar umsvif aukast þarf oft að breyta og bæta til að mæta þeim. Frystihús Loðnuvinnslunnar hefur tekið miklum breytingum s.l ár hvað varðar tæki og búnað. Og enn er verið að bæta,“ segir í frétt á heimasíðu Loðnuvinnslunnar.

Friðrik Mar Guðmundsson og Guðjón Ingi Guðjónsson sölustjóri Völku . Myndin var tekin þegar samningur um kaup á flæðilínunni var undirritaður, föstudaginn 24.maí 2019.

 

Deila: