Stóraukin verðmætasköpun með nýrri framleiðslutækni

Deila:

Stella Kristinsdóttir, markaðsstjóri í fiskiðnaði, hélt erindi um verðmætasköpun í framleiðslutækni á Sjávarútvegsráðstefnunni 2017 sem fram fór í Hörpu dagana 16.–17. nóvember.

Ráðstefnan er haldin árlega með það að markmiði að stuðla að faglegri og fræðandi umfjöllun um sjávarútveg og vera vettvangur fyrir samskipti allra þeirra sem koma að sjávarútvegi á Íslandi.

Stellu fjallaði í erindi sínu um hraða þróun í framleiðslutækni þar sem róbótar og aðrar tækniframfarir sem tengjast fjórðu iðnbyltingunni gegna sífellt stærra hlutverki. Þær tækniframfarir hafa ekki einungis áhrif á verðmætasköpun í sjávarútvegi heldur skapa jafnframt ný atvinnutækifæri innan hátæknigeirans. Þá stýrði Stella jafnframt málstofu á ráðstefnunni.

Samstarfsaðilar okkar fjölluðu einnig um hátækni- og hugbúnað Marel en Ómar Enoksson, framleiðslustjóri Vísis, ræddi um bestun á nýtingu og hámörkun virðissköpunar í flakavinnslu þar sem FleXicut og RoboBatcher komu við sögu. Auk þess sýndi Benedikt Friðbjörnsson frá Metadata mynd af Innova hugbúnaðinum í erindi sínu um aukna verðmætasköpun í sjávarútvegi með aðstoð gagna.

Markmið sjávarútvegsráðstefnunnar er að ná saman á einum stað þversneið af greininni til að vinna að framförum og sókn. Sjávarútvegsráðstefnan er vettvangur þar sem menn hittast, styrkja sambönd og samstarf í greininni. Á ráðstefnunni er fjallað um mikilvæg viðfangsefni á sviði sjávarútvegs og vonast er að hún verði uppspretta hugmynda og hvatning til góðra verka.

Frekari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á sjavarutvegsradstefnan.is

 

Deila: