Eilif Gaard verður áfram forstjóri færeysku hafrannsóknastofnunarinnar

Deila:

Høgni Hoydal, sjávarútvegsráðherra Færeyja, hefur staðfest endurráðningu Eilifs Gaard, sem forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Ráðningin er til fimm ára með mögulegri viðbót til þriggja ára.

Gaard hefur gegnt starf forstjóra síðustu átta ár. Hann er 60 ára gamall og hefur starfað við stofnunina síðan 1986, eða þegar hann lauk prófi í líffræði frá viðurkenndum háskóla. 2001 var hann útnefndur prófessor við sjávarútvegsháskólann í Tromsö.

Starf forstjóra var auglýst í janúar og voru þrír umsækjendur um það.

 

Deila: