Stormur seldur til Noregs

Deila:

Netaskipið Snorri HF hefur verið selt til Noregs þar sem til stendur að gera það út til veiða á hrefnu. Þetta kemur fram á vef Fiskifrétta. Þar segir að Arnt Inge Nygård reki útgerðina ásamt fjölskyldu sinni; þau geri út þrjá báta með strandveiðileyfi og einn netabát.

Á vefnum er haft eftir Axel Jónssyni, sem hefur verið skipstjóri á skipinu í átta ár, að mesti söknuðurinn felist í því að hafa aldrei haft tækifæri til að fara til veiða á skipinu. Það hefur legið við festar í Reykjavíkurhöfn síðan í desember 2017. Axel hefur þegar siglt því til Noregs.

Skipið er að sögn afar sparneytið. Um var að ræða fyrsta skipið í flota Íslendinga með tvinnaflrás. Skrúfubúnaðurinn ku vera knúinn af rafmótor en rafmagnið er framleitt með dísilvél. Orkunotkunin er helmingi minni en í hefðbundnu skipi af sömu stærð.

Sjá nánar hér.

Deila: