Nýr formaður í Félagi skipstjórnarmanna

Deila:

Á auka aðalfundi Félags skipstjórnarmanna þann 30. desember síðastliðinn lét Árni Bjarnason af formennsku í félaginu og við tók nafni hans, Árni Sverisson. Í frétt frá félaginu segir að Árna Bjarnason þurfi vart að kynna, hann sé þjóðþekktur af störfum sínum fyrir skipstjórnarmenn, auk þess sem hann var stýrimaður og skipstjóri um árabil. Árni gegndi formennsku í Skipstjóra og stýrimannafélagi Norðlendinga frá 1996, forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands frá 2001 þar til það var lagt niður árið 2017 að Félag skipstjórnarmanna tók við hlutverki þess. Árni Bjarnason hefur gengt formennsku í Félagi skipstjórnarmanna frá stofnun þess árið 2004.

Árni Sverrisson, sem nú hefur tekið við formennskunni er félagin vel kunnugur enda hefur hann verið framkvæmdastjóri þess frá árinu 2019. Árni var sjálfkjörinn formaður félagsins þar sem enginn bauð sig fram gegn honum. Árni hefur starfað hjá Félagi skipstjórnarmanna síðan 2017, hann var áður sérfræðingur í sjótryggingum hjá VÍS frá 2008 til 2017 og þar áður framkvæmdastjóri Scanmar á Íslandi á árunum 2004 til 2008. Árni var sjómaður á ýmsum skipum í um 20 ár, lengst af hjá Hafrannsóknastofnun sem stýrimaður og skipstjóri.

Á meðfylgjandi mynd eru þeir nafnarir; Árni Bjarnason, fráfarandi formaður, til vinstri og Árni Sverrisson, viðtakandi formaður, til hægri.

Deila: