Farþegabátur strandaði á Hornströndum

Deila:

Farþegabáturinn Hesteyri ÍS 95 strandaði á Hornströndum um helgina þegar alda feykti bátnum til. Aldan hvolfdi einnig slöngubát sem notaður var til að flytja fólk og farangur í land.

Frá tildrögum þessa er greint á Vísi. Þar er haft eftir Hauki Vagnssyni skipstjóra bátsins og framkvæmdastjóra Hornstrandaferða að hann hafi aldrei séð annað eins. Verið hafi verið að flytja 20 manna gönguhóp frá Bolungarvík á Hornstrandir.

Fram kemur að fáir hafi  verið eftir um borð og verið hafi verið að flytja farangur á milli þegar atvikið varð. Ekki hafi komið leki að bátnum en að skemmdir hafi orðið á skrúfu- og stýrisbúnaði hans.

Engin slys urðu á fólki en atvikinu er lýst í frétt Vísis.

Deila: