Sjárvarútvegsýningin IceFish hefst í Kópavogi í dag

Deila:

Íslenska sjávarútvegssýningin, eða IceFIsh eins og hún er oft kölluð, hefst í dag. Sýnendur og gestir frá öllum heiminum koma saman í Smáranum Kópavogi til að sýna það nýjasta og áhugaverðasta sem tengist sjávarútvegi.

IceFish var fyrst haldin árið 1984 og hefur verið haldin á þriggja ára fresti síðan, þar til nú þegar fimm ár eru liðin frá seinustu sýningu vegna heimsfaraldursins. Í ár munu fyrirtæki sem tengjast sjávarútvegi og skyldum rekstri sýna nýjustu tækni, vörur og þjónustu fyrir bæði gesti og hugsanlega viðskiptavini.

  • Á IceFish-sýningunni í ár verður meðal annars að finna:
  • IceFish sýning í sýndarveruleika samhliða sýningunni í veruleikanum.
  • Fjölbreytt vöruúrval sem endurspeglar þróun greinarinnar í átt að aukinni vinnslu sjávarfangs.
  • Fyrirtækjastefnumót (8.-9. júní)
  • Verðlaun Íslensku sjávarútvegssýningarinnar afhent í 8. skipti, þar sem framúrskarandi árangur í sjávarútvegi fær verðskuldaða viðurkenningu.

Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, opnar sýninguna formlega.

Deila: