Aðalfundur SFS haldinn í maí

Deila:

Aðalfundur Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) verður haldinn 6. maí 2022 frá kl. 9:30 til kl. 12:00 og er eingöngu fyrir aðalfundarfulltrúa. Fundurinn verður haldinn í Hörpu, Austurbakka 2, Reykjavík.
Tekin verða fyrir hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt 12. grein samþykkta SFS.

Félagsmenn eru minntir á að skv. 25. gr. samþykkta samtakanna má ekki breyta samþykktum nema á aðalfundi eða á félagsfundi, sem boðaður hefur verið með minnst þriggja vikna fyrirvara, enda hafi þess verið getið í fundarboðinu að breyting á samþykktum yrði til meðferðar á fundinum. Samþykktir SFS má finna hér.

Hafi félagsmenn í hyggju að leggja fram tillögur til breytinga á samþykktum er þess óskað að slíkar tillögur berist skrifstofu samtakanna eigi síðar en þann 8. apríl nk.

Dagskrá aðalfundar og nánari upplýsingar verður að finna á heimasíðu samtakanna, www.sfs.is, og sendar félagsmönnum þegar nær dregur.

Deila: