16 tilboðum tekið í skipti á aflaheimildum

Deila:

Fiskistofa hefur lokið úrvinnslu á tilboðum sem bárust í aflamarksskipti í október. Alls bárust 35 tilboð, þar af voru 4 afturkölluð. Að þessu sinni var 16 tilboðum tekið.

Tilboðum Guðmundar í Nesi RE í 815 tonn af gullkarfa í skiptum fyrir ýsu var tekið. Þá komu í hlut sama skips tæp 660 tonn af grálúðu, einnig í skiptum fyrir ýsu. Reginn Ár fékk 27 tonn af þykkvalúru í stað þorsks. Höfrungur III Ak fékk 36,5 tonn af þykkvalúru í stað sama magns af ýsu. Ljósfell SU fékk 1.852 tonn af síld í stað þorsks og ýsu og Fróði ÁR skipti út þorski fyrir 18,8 af humri.

Deila: