Fiskverð hækkar

Deila:

Verð á fiskmörkuðum hefur hækkað umtalsvert á haustmánuðum, eftir afar lágt verð í sumar. Um þetta er fjallað á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda.

„Eftir afar dapurt verð á óslægðum þorski á fiskmörkuðum í sumar hafa kaupendur nú tekið við sér.  Á fyrstu 9 mánuðum ársins var verðið lægst í júlí 196 kr/kg.  Í september var það hins vegar 291 kr/kg sem er hvorki meira né minna en 48% hækkun – 95 krónur á hvert kílógramm.

„Hækkunin er afar kærkomin og er vonandi að hún gefi vísbendingu um frekari þróun í þessa átt á næstu mánuðum.“

Fiskmarkaðsverð LS

 

 

Deila: