Ný Bergey komin á flot
Bergey VE, sem nú er í smíðum hjá skipasmíðastöðinni Vard í Aukra í Noregi, var sjósett í gærmorgun klukkan átta að íslenskum tíma. Bergey er systurskip Vestmannaeyjar VE sem kom ný til landsins fyrr í þessum mánuði.
Skipin eru smíðuð fyrir Berg-Hugin í Vestmannaeyjum, sem er dótturfyrirtæki Síldarvinnslunnar. Vestmannaey var fyrsta skipið af sjö sömu gerðar sem Vard smíðar fyrir íslensk útgerðarfyrirtæki.
Smíðin á Bergey er á áætlun en gert er ráð fyrir að skipið verði afhent Bergi-Hugin í lok september nk.