Hiti og æti ræður útbreiðslu síldarinnar

Deila:

Árlega síldarrannsóknir í maí allt frá árinu 1995 sýna að útbreiðsla norsk-íslensku síldarinnar sé mjög breytileg. Til að fá skýringar á því hefur Hafrannsóknastofnun Færeyja kannað tegundir í fæðu síldarinnar, framboð og útbreiðslu með tilliti til stöðu síldarinnar í maí.

Þetta kemur fram í grein í vísindatímaritinu Frontiers in Marine Science, sem nýlega var birt. Þar er viðgangsefnið samspil milli rauðátu, ástands sjávar og uppsjávarfisks.

Þegar síldin hefur hrygnt við norsku ströndina leitar hún út á hafið í ætisgöngur. Á tímabilinu mars til maí  gengur síldin út frá Noregi til vestur að Íslandi. Helsta fæða hennar þá er rauðáta (Calanus finmarchicus.) Hana er að finna í miklu magni í Noregshafi og hafinu austur af Íslandi. Í hafinu við Ísland er einnig að finna tegund aðra rauðátu ættaða af norðurslóðum (Calanus hyperboreus), sem er stærri en hin átan. Hún skiptir mestu máli á vestursvæðinu.

Á myndinni er hlýr Atlantssjór sýndur með rauðu, kaldur Austuríslandssjór sýndur með bláu Eysturíslendskur sjógvur (blátt) og helstu skil norðan Færeyjar sýnd með svörtum deplum. Græna línan sýnir svæðið sem rannsakað var.

Rauðátuna rekur með hafstraumum. Þessa vegna rekur hana í miklum mæli úr hafinu við Ísland inn í Noregshaf, en einnig er að finna mikið af rauðátu norðan við Færeyjar, misjafnt þó milli ára.  

Niðurstaða nýju greinarinnar sýnir að síldartorfurnar eru þéttastar það sem mest framboð er af æti. Einnig kemur fram að á árunum 2007 til 2011 var minna af fæðu að finna í mögum síldarinnar, þar sem streymi Íslandssjávar og rauðátu inn í Noregshaf var minna, en áður. Á árunum 2017 var gangurinn á hinn veginn. Síldin hafði þá étið miklu meira af átunni C. hyperboreus en C. finmarchicus, sem bendir til að síldin taki þá fyrrnefndu fram yfir hina þar sem hún er stærri og næringarríkari en hin.

Greinin ber heitið „Spatial Feeding Variability of the Feeding Conditions for the Norwegian Spring Spawning Herring in May.“ Vinnan var fjármögnuð af færeyskum rannsóknasjóði og greinin sú fimmta og síðasta úr þessum flokki, sem er hluti doktorsverkefnis Ingu Kristiansen.
Greinina má lesa her.

Deila: