Rússnesk útgerð tilkynnir um smíði sex frystitogara eftir íslenskri hönnun

Deila:

Eitt stærsta útgerðarfélag Rússlands, Norebo Holding, tilkynnti í dag þá ákvörðun sína að byggja sex nýja frystitogara eftir hönnun frá íslenska fyrirtækinu Nautic ehf. Um er að ræða 80 metra löng skip, búin öllu því nýjasta í vinnslutækni og frystingu og á smíði þeirra að vera lokið árið 2023.

Líkt og sagt var frá hér á Kvótanum fyrir skömmu hefur fyrirtækið Knarr ehf., unnið síðustu mánuði að markaðssetningu í Rússlandi á lausnum í vinnslutækni og hönnun skipa frá fyrirtækjunum sem að Knarr standa, þ.e. Nautic ehf, Skipatækni ehf., Kælismiðjunni Frost ehf., Skaganum 3X ehf., Naust Marine ehf. og Brimrún ehf. Góð viðbrögð hafa verið við þessum kynningum og ekki hvað síst hafa nýjustu íslensku togararnir vakið athygli, enda á ferðinni umtalsverð nýmæli í hönnun skipa. Væntingar hafa því verið um samninga og sú er nú orðin raunin í fjárfestingu Norebo Holding. Frystitogararnir sex verða byggðir í Severnaya Verf skipasmíðastöðinni í Pétursborg.

Frá vinstri Haraldur Árnason Framkvstj, Knarr, Alfred Tulinius Skipa Arkítekt hjá Nautic, Vitaly Orlov Eigandi útgerðarinnar og Finnbogi Jónsson, stjórnarfomaður Knarr. Myndin er tekin um borð í einu skipa NOROBO í Kamchatka í haust þar sem skipamálin voru rædd.

Frá vinstri Haraldur Árnason, framkvstjóri Knarr, Alfred Tulinius skipaarkítekt hjá Nautic, Vitaly Orlov, eigandi útgerðarinnar og Finnbogi Jónsson, stjórnarfomaður Knarr.
Myndin er tekin um borð í einu skipa NOROBO í Kamchatka í haust þar sem skipamálin voru rædd.

Rússneskir fréttamiðlar greina frá þessum samningi og er greinilegt að hann skiptir miklu máli þar í landi. Samantekt úr þeim hljóðar svo:

Eitt stærsta Útgerðarfélag Rússlands NOREBO GROUP var að skrifa undir raðsmíðasamning hjá Severnaya skipasmíðastöðinni í St. Pétursborg upp á 6 frystitogara. Hönnunin er frá Nautic & Knarr. Skipin eru af svo kallaðri ENDURO BOW hönnun og eru skipin öll 81m löng og 16 metra breið. Fyrirtækin 5 innan NOREBO GROUP eru; JSC “Rybprominvest”, JSC “Karat-1”, JSC “Alternativa”, JSC “Karelian seafood” and JSC “Murmansk Guberniy Fleet”.

Smíði skipanna mun hefjast aá næsta ári og eiga öll skipin að vera tilbúin 2023. Vitaly Orlov Forstjóri eigandi fyrirtækisins LLC Norilab Management Company segir að þeir hafi tekið áhvörðun um að ráðast í hönnun á nýrri og framsækinni hönnun frá Nautic/Knarr. Fyrir þá er mikilvægt að smíðin verði framkvæmd í Rússlandi hjá Severnaya skipasmíðastöðinni sem á yfir 100 ára sögu í skipasmíða iðnaði. Þessi nýju skip eiga að veiða við erfiðar aðstæður í Norður Íshafi. Skipin munu framleiða hágæða afurðir í meira magni en áður hefur þekkst með nýjasta tækjabúnaði sem er í boði á markaðnum.

 

 

Deila: