Sjávarfangsrisotto
Nú förum við á suðrænar slóðir í eldamennskunni og höfum risotto með sjávarfangi í matinn. Þetta er sérlega hollur og góður réttur og gaman að breyta til í eldamennskunni og nota mikið af skelfiski og sjaldgæfari tegundir eins og smokkfisk. Uppskriftin er fengin úr bæklingi Altungu, Fiskmeti fyrir öll tækifæri.
Innihald:
500 g kræklingur
2 tómatar, afhýddir og hakkaðir
310 ml hvítvín
1,25 lítrar fiskisoð
nokkrir saffranþræðir
2 msk ólífuolía
30 g smjör
500 g hrá rækja pilluð og garndregin (ef notaðar eru pillaðar rækjur þarf aðeins 250 g af þeim)
200 g hörpudiskur, án hrogna
225 g smokkfiskur
3 hvítlauksrif, marin
1 laukur, fínsaxaður
440 g risottohrísgrjón
2 msk. Söxuð ítölsk steinselja
125 ml rjómi
Aðferðin:
Burstið kræklinginn og fjarlægið þræðina. Fleygið brotnum skeljum og þeim sem ekki lokast þegar bankað er á þær. Skerið kross í botninn á tómötunum og setjið þá í sjóðandi vatn í 30 sek. Skellið þeim í kalt vatn og flysjið þá. Byrjið í krossinum.
Setjið kræklinginn og vínið í pott og sjóðið með lokið á í 5 mín. yfir meðalhita, eða þar til skeljarmar opnast. Látið renna af þeim en geymið soðið.
Setjið fisksoðið, kræklingasoðið og saffran í pott og haldið heitu.
Hitið olíu og smjör í potti yfir meðalhita, setjið rækjurnar út í og steikið í 2-3 mín. eða þar til þær verða bleikar. Færið þær upp úr pottinum og setjið hörpudiskinn og smokkfiskinn í staðinn, steikið í 1ö2 mín. og færið þá upp. Setjið hvítlauk og lauk í pottinn og steikið þar til laukurinn verður mjúkur og gulllitaður. Bætið hrísgrjónunum saman við og hrærið í svo þau þekist vel.
Ausið 125 ml. af heitum vökvanum saman við hrísgrjónin og hrærið stöðugt í þar til allur vökvi er horfinn. Endurtakið þetta nokkrum sinnum, 125 ml. í einu og hrærið stöðugt í. Það tekur um 25 mín. fyrir allan vökvann að dragast inn í hrísgrjónin. Hrærið sjávarfangi, tómötum, steinselju og rjóma saman við og hitið þar til blandan er heit í gegn. Kryddið að smekk með salti og pipar.