Smjörsteiktur þorskur

Deila:

Nú höfum við það einfalt, hollt og gott. Og auðvitað erum við með þorsk. Þetta er fljótleg og þægileg uppskrift og réttur sem hentar vel fyrir alla fjölskylduna. Annars má hafa annan fisk en þorsk ef fólk vill. Ýsa og steinbítur myndu til dæmi henta vel í þennan rétt.

Innihald:

800g þorskflök í bitum

100g ósaltað smjör

¼ tsk hvítlauksduft

½ tsk salt

¼ tsk malaður pipar

¾ tsk papríkuduft

nokkrar sítrónusneiðar

smá búnt af steinselju, saxað

Aðferð:

Hrærið kryddið saman í skál. Skerið þorskflakið í nokkra bita og veltið upp úr kryddblöndunni.
Bræðið 30 grömm af smjöri á pönnu og steikið þorskinn í 2-5 mínútur. Snúið þorskbitunum við og bætið afganginum af smjörinu á pönnuna. Hafið miðlungs hita á hellunni. Steikið þorskinn 4-6 mínútur til viðbótar eftir þykkt bitanna.

Ýrið smávegis sítrónusafi yfir fiskinn og dreifið steinselju yfir. Berið fram með soðnum kartöflum og fersku salati.

 

Deila: