Aflamet í strandveiðum

Deila:

Strandveiðum 2019 lauk á höfuðdegi þann 29. ágúst.  Sett var aflamet á veiðunum í ár, aflinn fór í rúm 10 þúsund tonn.  Af heildaraflanum voru 9.162 tonn af þorski, 829 tonn ufsi og 73 tonn af karfa.  Alls fóru strandveiðibátar í um 16 þúsund róðra til að ná þessum afla samkvæmt frétt á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda.

Þátttakendum í strandveiðum er nú aftur byrjað að fjölga eftir viðvarandi fækkun síðastliðinna ára.  Alls voru 623 bátar skráðir með löndun 75 fleiri en á síðasta ári.

Afli á hvern bát dróst saman milli ára, varð nú 16,5 tonn á móti 17,8 tonnum á síðasta ári.   Fjöldi nýttra daga lækkaði einnig, 25,6 í ár en 27,2 í fyrra.

Sjá nánar samantekt 2019

Góð afkoma 

Flestir strandveiðisjómenn hafa þá sögu að segja að afkoma veiðanna í ár hafi verið með besta móti.  Meðalverð á fiskmörkuðum fyrir óslægðan þorsk á strandveiðitímabilinu var 39% hærra en í fyrra.  Munurinn 31% (282 Kr/kg) í maí, 34% (321) í júní, 52% (337) í júlí og 41% (380) í ágúst. Aflaverðmæti strandveiða losar 3 milljarða.

Sala á fiskmörkuðum á strandveiðitímabilinu.
Óslægður þorskur veiddur á handfæri.

 

 

 

Deila: