Risaskip með íslensk tengsl

Deila:

Eitt stærsta fiskiskip heimsins landað í Kollafirði í Færeyjum í upphafi vikunnar um 4.000 tonnum af frystum kolmunna. Það er Annelies Ilena, sem er gert út af sjávarútvegssamsteypunni  Parlevliet & Van der Plas. Skipið er 144 metrar að lengd og 24 metrar á breidd og um 14.000 brúttótonn.

Þetta skip hefur ákveðin íslensk tengsl. Samherji og Parlevliet & Van der Plas eiga í nokkurri samvinnu á útgerðarsviðinu, en það ekki það eina. Þetta mikla skip var smíðað fyrir írska útgerðarmanninn Kevin McHugh árið 2000 og hét áður Atlancic Down og var gert út frá Killybegs á Írlandi.

Kevin McHugh á yngri árum.

McHugh stundaði sjóinn á íslenskum bátum á yngri árum. „Ég var á sjónum við Ísland upp úr 1960. Fyrst á bát frá Akureyri og síðan Stjörnunni RE, sem Einar Kristinsson í Sjöstjörnunni gerði út. Það var mikilvæg reynsla að stunda sjóinn við strendur Íslands og ég ráðlegg ungum sjómönnum að reyna fyrir sér þar, ætli þeir að öðlast góða reynslu sem skipstjórnarmenn,“ sagir Kevin McHugh í samtali við Hjört Gíslason, ritstjóra sérblaðs Morgunblaðsins um sjávarútveg, Úr verinu, í janúar árið 1995. Þá var hann að taka við nýju skipi, Veronicu, sem var undanfari Atlantic Down, þá stærsta skip sinnar tegundar. Þá velti hann því fyrir sér að fara með skipið á Reykjaneshrygg eða í Síldarsmuguna, en úr því varð ekki. Veiðarnar stundaði hann mest undan ströndum Afríku

Ljósmynd Jens Kristian Vang.

 

Deila: