Meiri afli en minna verðmæti

Deila:

Aflaverðmæti skipa HB Granda dróst saman á milli ára á árinu 2017. Aflaverðmætið var um 11,8 milljarðar króna sem er samdráttur upp á ríflega 15% frá árinu 2016. Heildarafli jókst þó úr tæplega 142 þúsund tonnum í tæplega 152.500 tonn en aflaaukingin skýrist öll af auknum uppsjávarafla.

Aflaverðmæti uppsjávarskipanna árið 2017 var tæpir 3,3 milljarðar króna. Það er rúmlega 446 milljónum króna minna en á árinu 2016. Aflaverðmæti frystitogara félagsins dróst á sama tíma saman um 852 milljónir króna eða um 14,5%. Aflasamdrátturinn var 9,3%. Verðmætin drógust hlutfallslega mest  saman hjá ísfisktogurunum eða um rúm 20% en aflasamdrátturinn á sama tíma var 4,5%.

Árið 2017 var mörgu leyti sérstakt. Sjómenn voru enn í verkfalli þegar nýtt ár gekk í garð og leystist kjaradeilan ekki fyrr en eftir miðjan febrúar. Sterkt gengi íslensku krónunnar hafði einnig sín áhrif en meðalgengi krónu styrktist um tæp 10% gagnvart evru og 11,5% gagnvart dollar á milli ára.

Nánari upplýsingar um afla einstakra skipa sem og heildartölur í útgerðarflokkum er að finna í meðfylgjandi töflu:

Aflaverðmæti HB Granda

 

 

Deila: