Langar í laxveiði á Kólaskaga
Þau eru mörg fyrirtækin sem þjónusta sjávarútveginn hér á landi og hafa sótt með frábærum árangri á erlend mið sömuleiðis. Eitt þeirra er Skaginn 3X, sem hefur reist hverja verksmiðjuna fyrir uppsjávarfiskvinnslu á fætur annarri. Það er því við hæfi að maður vikunnar á Kvótanum að þessu sinni sé verkstjórinn Árni Ingólfsson.
Nafn?
Árni Ingólfsson
Hvaðan ertu?
Akranesi.
Fjölskylduhagir?
Óráðstafaður.
Hvar starfar þú núna?
Verkstjóri hjá Skaginn 3X á Akranesi.
Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?
Hef verið viðloðandi framleiðslu og þjónustu á tækjabúnaði tengdum sjávarútvegi meira og minna frá árinu 1998.
Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?
Fjölbreytileikinn.
En það erfiðasta?
Erfiðleikarnir gleymast jafnóðum og vandamálin leysast.
Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?
Það er ekki hæft til birtingar.
Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?
Þeir eru nú margir eftirminnilegir, vil nú ekki vera að gera upp á milli þessara snillinga.
Hver eru áhugamál þín?
Stangveiði.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Íslensk kjötsúpa og nætursöltuð ýsa.
Hvert færir þú í draumfríið?
Draumafríið er að fara í laxveiði á Kólaskaganum í norðvesturhluta Rússlands.