Vigfús á Dögg aflahæstur

Deila:

Vigfús Vigfússon á Dögg SF-18 varð aflahæstur á strandveiðum 2022 með 69.373 kg sem jafnframt er aflamet frá upphafi strandveiða árið 2009.  Af því voru 23.130 kg þorskur og 46.083 kg af ufsa.

LS hefur tekið saman tölur um 10 aflahæstu báta á hverju veiðisvæði.  Á svæði A var Grímur AK 1 efstur með 42,2 tonn, á B svæði Loftur HU-717 með 29,3 tonn, á C svæði Máney SU-14 með 43,4 tonn og eins og áður sagði Dögg sem gerð er út frá Hornafirði.

Auk tölur um heildarafla eru birtir listar yfir þorsk- og ufsaafla.  Arnar ÁR 55 var aflahæstur í þorski með 28.898 kg og Dögg SF í ufsa.

Fleiri samantektir eru væntanlegar á næstu dögum um nýliðið strandveiðitímabil.

Heildarafli

Þorskafli

Ufsaafli

 

Deila: