Færri skip til Faxaflóahafna

Deila:

Á árinu 2018 komu samtals 1.475 skip að landi hjá Faxaflóahöfnum. Ef bornar eru saman tölur ársins 2018 saman við tölur 2017, þá var fækkun um 41 skipakomu milli ára eða rúmlega 3%. Mest var aukningin á árinu 2018 í komu farþegaskipa eða um rúmlega 12%. Um 4% aukning varð síðan á skipakomum tankskipa og 3% aukning í rannsóknar- og varðskipa.

Hins vegar fækkaði mest í skipakomum annarra skipa það er skútur, snekkjur og skip sem flokkast ekki undir neðangreindar tegundir eða um rúmlega 22%. Skipakomum fiskiskipa fækkaði um 8% og flutningaskip um 2%.

„Ef við skoðum hins vegar nánar samtals brúttótonnatölu skipa sem koma til Faxaflóahafna, þá er sjáanlegur munur milli ára. Á árinu 2017 komu skip að stærð 11.218.860 brúttótonn til hafna Faxaflóahafna. Hins vegar varð aukning á árinu 2018, en þá var heildarstærðin kominn upp í 12.143.107 brúttótonn,“ segir á heimasíðu Faxaflóahafna.

 

Deila: