Ákvörðun um veitingu rekstrarleyfis til sjókvíaeldis í Ísafjarðardjúpi staðfest

Deila:

Þann 15. mars 2022 féll úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í málum nr. 122/2021 og 129/2021. Kærð var ákvörðun Matvælastofnunar frá 25. júní 2021 um veitingu rekstrarleyfa fyrir kynslóðaskiptu sjókvíaeldi á laxi í Ísafjarðardjúpi með 6.800 tonna hámarkslífmassa vegna frjós lax annars vegar og ófrjós lax hins vegar. Rekstrarleyfishafi er Háafell ehf.

Kærendur voru Arnarlax ehf. annarsvegar og hins vegar Laxinn lifi, Íslenski náttúruverndarsjóðurinn (IWF) og Náttúruverndarsamtök Íslands. Þar sem kærumálin vörðuðu sömu ákvörðun og hagsmunir kærenda þóttu ekki standa því í vegi, voru þau sameinuð.

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála úrskurðaði að ekki væru þeir form- eða efnisannmarkar á undirbúningi eða meðferð hinna kærðu ákvarðana að ógildingu varðaði og hafnaði kröfum kærenda þar um.

Úrskurður nefndarinnar: 122 og 129/2021 Háafell

Deila: