Brim selur nýja frystitogarann

Deila:

Frystitogarinn sem Brim hf. keputi frá Grænlandi á 2,9 milljarða króna í vor hefur verið seldur aftur til Grænlands. Skipið fékk nafnið Þerney. RE-3.

Mbl.is greinir frá þessu. Þar er haft eftir Guðmundi Kristjánssyni, forstjóra Brims, að ástæðan sé óvænt bann við djúpkarfaveiðum.

Guðmundur segir að matvælaráðuneytið hafi breytt nýtingarstefnu í djúpkarfa án þess að ráðfæra sig við greinina. Hafró hefur lagt til að engar veiðar á djúkarfa verði stundaðar á fiskveiðiárinu.

Deila: