Samantekt um vistkerfisnálgun afhent matvælaráðherra

Deila:

„Til þess að tryggja sjálfbæra nýtingu auðlinda og hagsæld samfélaga til framtíðar litið er í auknum mæli talað um beitingu vistkerfisnálgunar,” að því er segir á vef Hafró. Þar er fjallað um verkefnið BIODICE, sem Hafró hefur tekið virkan þátt í.

BIODICE, er samstarfsvettvangi um líffræðilega fjölbreytni. Þann 21. september sl. var haldið málþing um vistkerfisnálgun í samstarfi við Matvælaráðuneytið.

Matvælaráðuneytið fól BIODICE að taka saman helstu niðurstöður og sjónarmið sem fram komu á málþinginu auk tillagna um þau lykilatriði sem eru grundvöllur þess að vistkerfisnálgun sé viðhöfð fyrir mismunandi framleiðslugreinar, sem og aðgerðir við innleiðingu hennar og beitingu.

Á dögunum afhentu fulltrúar BIODICE hópsins Svandísi Svavarsdóttir matvælaráðherra greinargerð frá málþinginu og stefnir ráðuneytið að því að nýta samantektina við mótun aðgerðaáætlana fyrir málaflokka ráðuneytisins.

Deila: