14 daga túrar á Arnarfellinu

Deila:

Steingrímur Sigurgeirsson og Magnús Magnússon eru skipstjórar á Arnarfelli, þeir róa til skiptis, tvo túra um borð og tvo túra í frí.

Arnarfell er 138 metrar á lengd, 21 metrar á breidd, ganghraði um 18,4 hnútar.  Skipið er 909 TEU sem þýðir að hægt er að koma fyrir í því 909 stk. af 20 feta gámum.

Í gærmorgun var Steingrímur og áhöfn hans búin að losa skipið, eftir hádegið sigldi hann á Grundartanga og lestaði járnblendi. Í dag klárar hann að lesta í Reykjavík, þá liggur leiðin til Vestmannaeyja, Immingham, Rotterdam, Cuxhaven, Árósa, Varberg, Færeyja og svo aftur til Reykjavíkur, túrarnir taka um 14 daga.   Frá þessu er sagt á heimasíðu Félags skipstjórnarmanna.

    Það er fín líkamsrækt að rölta upp í brú, 8 hæðir.

Það er fín líkamsrækt að rölta upp í brú, 8 hæðir.

 

Deila: