„Mikið afrek og gríðarleg vinna“

Deila:

Kleifaberg RE hefur á undanförnum tíu árum skilað ævintýralegum afla á land. Skipið hefur landað um og yfir 10.000 tonnum á ári miðað við fisk upp úr sjó og er aflaverðmætið yfir 24 milljarðar króna á því tímabili. Þann mikla afla hefur skipið bæði sótt á Íslandsmið og í Barentshafið. Stærsti hluti aflans er þorskur en að sama skapi er afli annarra tegunda mjög mikill sömuleiðis.

Tekið hefur verið saman yfirlit yfir afla Kleifabergs á síðustu fimm árum og borið saman við afla 15 annarra ónafngreindra ísfisk- og frystitogara. Upplýsingarnar eru byggðar á upplýsingum af vef Fiskistofu. Þar kemur fram að þorskafli Kleifabergsins á tímabilinu er um 23.000 tonn, eða næst mestur itogaranna og afli af til dæmis ýsu og ufsa á umræddu tímabili er meiri en nokkurs annars togara. Af ufsanum landaði skipið 17.170 tonnum á þessum fimm árum og 3.545 tonnum af ýsu. Af svokölluðum meðafla er er Kleifabergið ýmist efst eða mjög ofarlega á listanum.

Kleifabergið var fyrr í vetur í fréttum RUV vegna meints brottkasts en fyrirliggjandi samanburður á afla 16 togara bendir ekki til að þannig hafi verið staðið að verki.

„Það er mikið afrek og gríðarleg vinna sem liggur að baki því að skila ár eftir ár á land afurðum úr 10 þúsund tonna afla upp úr sjó.  Að halda því fram að slíkur árangur náist með því að stunda samhliða skipulagt brottkast og subbugang er að mínu mati víðs fjarri raunveruleikanum,“ segir Árni Bjarnason, formaður Félags skipstjórnarmanna, meðal annars í grein í Fiskifréttum um málið. „Fullyrðingar í þá veru að keyrt hafi verið á einni fisktegund til að auka afköstin standast einfaldlega ekki,“ segir Árni ennfremur.

Hér á eftir fer samantektin um afla togaranna 16. Kleifabergið er efst:

Column1 Column2 Column3 Column4 Column5 Column6 Column7 Column8 Column9 Column10 Column11 Column12
  Þorskur Ýsa Ufsi Steinb. Hlýri Koli Langa Keila Skrápflúra
Kleifaberg 23.000.50 3.545.00 17.170.00 149 281 38 141 11 22
A 10.382.00 3.415.00   6.220.00 114 154 38 93 10 36
B   6.085.00 1.279.00 10.431.00 62 129 4 106 3 1
C 10.086.00 2.031.00 10.324.00 48 106 9 138 1 0
D   5.816.00 1.316.00   4.436.00 31 44 37 65 7 1
E 15.011.00 2.591.00   4.631.00 72 85 46 37 4 70
F   5.276.00 1.980.00   8.818.00 62 95 59 63 5 0
G 21.800.00 2.355.00   4.415.00 34 71 15 34 15
H 26.600.00 2.256.00   1.424.00 35 82 35 24 1 0
I   9.471.00    853.00   8.543.00 32 66 41 194 11 0
J   9.407.00    994.00 11.035.00 41 100 28 252 8 0
K 14.456.00    813.00   7.650.00 51 137 29 241 7 0
L 21.093.00 2.954.00   3.727.00 88 98 37 28 1 0
M   6.302.00 1.707.00   8.145.00 29 29 7 86 0 0
N   9.507.00 2.600.00   6.646.00 67 134 51 147 1 1
O 18.470.00 3.274.00   4.577.00 62 108 35 51 1 2
Landaður afli nokkura flaka- og ísfisktogara.  Frá des. 2012 – des. 2017.  (Uppl. fengnar af vef Fiskistofu).

 

 

Deila: