Verðhækkanir á Spáni

Deila:

Spánn er einn af mikilvægustu mörkuðum fyrir þorsk frá Íslandi. Þegar metið er magn miðað við fisk upp úr sjó, en spænski markaðurinn sá annar stærsti fyrir íslenska þorskinn, samkvæmt fréttabréfi markofish.com

Meðalverð á íslenska þorskinum sem seldur hefur verið til Spánar á tímabilinu frá áramótum út ágúst er 5% hærra nú miðað við sama tíma í fyrra. Á hinn bóginn hefur heildarútflutningur dregist saman.

Marko fish útflutningur til Spánar 1

Taflan að ofan sýnir yfirlit yfir útfluttar afurðir úr þorski til Spánar eftir magni. Samdráttur á heildina litið fyrir helstu afurðirnar er ríflega 25%. Útflutningur á flöttum saltfiski hefur lækkað úr 5.496 í 5.424 tonn eins og sjá má á myndinni hér að neðan.

Marko fish útflutningur á saltfiski til Spánar 2

Hvað varðar söltuð flök er útflutningurinn minna en helmingur þess sem fór utan sama tímabil í fyrra.

Marko fish útflutningur til Spánar 3

 

Deila: