Óbreytt aflaverðmæti milli mánaða

Deila:

Verðmæti sjávarafla íslenskra skipa í ágúst nam tæpum 11,9 milljörðum króna sem er jafn mikið og í ágúst 2017. Verðmæti botnfiskaflans nam rúmum 6,9 milljörðum og jókst um 2,9%. Aflaverðmæti þorsks var tæpir 4 milljarðar sem er á pari við ágúst 2017. Verðmæti uppsjávarafla nam tæpum 3,2 milljörðum og dróst saman um 13,6% samanborið við ágúst 2017. Verðmæti flatfisktegunda nam 1,3 milljörðum og verðmæti skel- og krabbadýraafla 385 milljónum.

Á 12 mánaða tímabili, frá september 2017 til ágúst 2018, nam aflaverðmæti úr sjó rúmum 125 milljörðum króna sem er 12,9% aukning miðað við sama tímabil ári fyrr.

Verðmæti afla 2017–2018
Milljónir króna Ágúst September-ágúst
2017 2018 % 2016–2017 2017–2018 %
Verðmæti alls 11.876,2 11.880,3 0,0 110.835,4 125.128,0 12,9
Botnfiskur 6.757,9 6.953,8 2,9 75.398,0 88.205,5 17,0
Þorskur 3.961,0 3.927,7 -0,8 48.611,6 56.786,4 16,8
Ýsa 693,2 889,6 28,3 7.830,9 9.338,1 19,2
Ufsi 782,5 811,0 3,6 6.121,8 7.060,4 15,3
Karfi 1.081,5 1.071,4 -0,9 8.492,4 10.307,8 21,4
Úthafskarfi 0,0 0,0 333,3 218,8 -34,3
Annar botnfiskur 239,7 254,2 6,0 4.008,0 4.493,9 12,1
Flatfiskafli 1.107,3 1.353,8 22,3 7.604,9 9.770,4 28,5
Uppsjávarafli 3.690,1 3.187,3 -13,6 25.442,5 24.528,7 -3,6
Síld 433,2 195,1 -55,0 6.096,2 4.222,1 -30,7
Loðna 0,0 0,0 6.709,4 5.891,7 -12,2
Kolmunni 21,0 30,4 44,6 3.726,0 6.282,9 68,6
Makríll 3.235,8 2.961,9 -8,5 8.910,7 8.132,0 -8,7
Annar uppsjávarafli 0,0 0,0 0,1 0,0
Skel- og krabbadýraafli 320,9 385,4 20,1 2.390,1 2.623,5 9,8
Humar 120,4 91,6 -23,9 822,4 629,0 -23,5
Rækja 168,2 190,9 13,5 1.258,1 1.456,7 15,8
Annar skel- og krabbadýrafli 32,4 102,8 217,7 309,7 537,8 73,7
Annar afli 0,0 0,0 0,0 0,0

 

Deila: