Vilja friða Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi á laxi

Deila:

Tólf félög í veiði, hvalaskoðun, útivist og sjómennsku, hafa skorað á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að friða Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi á laxi. Slík áform geti spillt náttúrugæðum fjarðarins og um leið möguleikum til atvinnureksturs amkvæmt frétt á ruv.is

Í sameiginlegri áskorum félaganna til ráðherra er alfarið lagst gegn sjókvíaeldi á laxi í Eyjafirði. „Fyrirhugað risaeldi á 10.000 tonnum af laxi myndi spilla hreinni ímynd fjarðarins, skaða hagsmuni ferðaþjónustu, valda smábátaeigendum búsifjum, bitna harkalega á villtum Atlantshafslaxi sem gengur í ár á svæðinu og að öllum líkindum eyða sjóbleikjustofnum í Eyjafirði,“ segir í áskoruninni.

Áformin geti spillt möguleikum til atvinnureksturs

Þá segir að ljóst sé að þessi áform geti spillt náttúrugæðum fjarðarins og stórspillt möguleikum fjölda atvinnugreina sem stundaðar eru í Eyjafirði. Áformin um svo stórfellt laxeldi geti því á engan hátt verið innlegg í umræðu um uppbyggingu atvinnulífs fjarðarins og nærbyggða.

Sambærileg friðum og víða annarsstaðar við landið

Skorað er á ráðherra að friða Eyjafjörð fyrir öllu sjókvíaeldi á norskum laxi á grundvelli laga um náttúruvernd og laga um verndun villtra laxa og silungsstofna. Bent er á sambærilega friðum í níu fjörðum og flóum við landið. Ekki sé hægt að benda á haldbær rök þess efnis að Eyjafjörður ætti að falla utan slíkra friðunaraðgerða.

 

Deila: