Sólberg með langmestan þorskafla

Deila:

Þorskaflinn á fiskveiðiárinu sem nú er að ljúka er orðinn 214.000 tonn. Kvótinn er 217.000 tonn og því óveidd ríflega 3.000 tonn. Mörg skip eru nú haldin til veiða á ný eftir sumarstopp og gera má ráð fyrir að mjög lítið verði eftir um kvótaáramótin. Vegna heimilda til færslu milli ára ættu engar þorskveiðiheimildir að falla ónýttar niður í haust.

Fjórtán skip hafa landað 3.000 tonnum af þorski eða meiru úr lögsögunni. Sólberg er þeirra langaflahæst með 7.347 tonn. Tvö skip eru komin yfir 5.000 tonn. Það eru Björgúlfur EA með 5.189 tonn og Drangey SK með 5.000 tonn. Næstu skip eru, Kaldbakur EA með 4.921 tonn, Björg EA með 4.72459 tonn, Akurey RE 4.352 tonn, Viðey RE með 4.199 tonn, Björgvin EA 4.063 tonn, Páll Pálsson ÍS með 3.766 tonn, Málmey SK með 3.655 tonn, Helga María AK með 3.396 tonn, Sirrý ÍS með 3.279 tonn, Harðbakur EA með 3.065 tonn og Steinunn SF með 3038.

Deila: