Vilja 4000 tonn inn í strandveiðipottinn

Deila:
Landssamband smábátaeigenda hefur farið þess á leit við matvælaráðherra að 4000 tonnum verði bætt við strandveiðipott sumarsins. Nú er ljóst að veiðar, sem eiga að standa yfir frá 1. maí til 31. ágúst verða stöðvaðar snemma annað árið í röð, verði ekkert að gert. Búið er að veiða um 80% af þeim 10 þúsund tonnum sem úthlutað var til veiðanna.
Þetta kemur fram á vef LS. Þar segir meðal annars:
„Fimmtudaginn 22. júní fundaði LS með Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra.  Á fundinum óskuðu forsvarsmenn LS eftir að ráðherra kæmi í veg fyrir ótímabæra stöðvun strandveiða. Útfrá laganna bókstaf verður það vart gert með öðrum hætti en að ráðherra hækki aflaviðmiðun.  Ráðherra óskaði eftir formlegu erindi frá LS um málefnið sem nú er til skoðunar í matvælaráðuneytinu.“
Meðal þess sem fram kemur í bréfinu.pdf er að strandveiðar varða hagsmuni u.þ.b. eitt þúsund aðila.
Deila: