Ríflega 50 tonn veiddust af laxi á stöng í fyrra

Deila:

Á árinu 2022 var stangveiði samkvæmt skráningu á laxi í ám á Íslandi alls 43.184 laxar sem er um 4% yfir meðalveiðinni frá 1974-2021. Af veiddum löxum var 23.029 (53,3%) sleppt og var heildarfjöldi landaðra stangveiddra laxa (afli) 20.155 (46,7%). Þetta kemur fram í skýrslu yfir lax- og silungsveiði 2022. Hún er birt á vef Hafró.

Fram kemur að af stangveiddum löxum hafi 16.943 smálöxum verið sleppt og 18.505 landað. Samtals hafi veiðst 35.448 smálaxar. 6.086 stórlöxum var sleppt en 1.650 landað. Samtals hafi veiðst 7.736 tveggja ára laxar. Samtals veiddist 51 tonn af laxi og sex hundruð kílóum betur.

Skýrsla með samantekt lax- og silungsveiði ársins 2022 er aðgengileg á vef Hafrannsóknastofnunar. Samantekt veiðinnar 2022 byggist á gagnaskilum frá veiðiréttarhöfum, forsvarsmönnum veiðifélaga eða annarra sem sáu um skráningu veiði.

Deila: