Boltinn er hjá ráðherra

Deila:

„Hjá þjóð sem ræður yfir einum stærsta þorskstofni í veröldinni kemur það líklega á óvart að takmarka þurfi heildarafla til strandveiða,“ skrifar Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda í grein í Mogganum. Þar fer hann yfir vaxandi áhuga á strandveiðum. Hann segir aðdáunarvert að um 800 manns treysti sér til þessara veiða, sem sé þröngur stakkur sniðinn þegar kemur að reglum.

Hann bendir á að síðustu þrjú sumur hafi veiðarnar verið stöðvaðar áður en tímabilið sem lög kveði á um sé á enda.  „Það var gert á grundvelli ákvæðis um beltin og axlaböndin, að ef sýnt þætti að leyfilegum heildarafla yrði náð væri skylt að stöðva strandveiðar.“

Örn bendir á að yfir þúsund störf séu í húfi, þegar allt sé talið. Flotinn landi nýveiddum fiski, ferskustu afurð sem í boði er.

Hann bendir á að ráðherra standi frammi fyrir ákvörðun. Hún hafi í hendi sér hvort bætt verði við aflaheimildir til strandveiða eða hvort buxnatækin ráði ferðinni með tilheyrandi afleiðingum. Þúsund störf séu í húfi ásamt gríðarlegum tekju- og verðmætamissi.

LS hefur farið fram á við ráðherra að 4 þúsund tonnum verði bætt við strandveiðipottinn.

Deila: