Auglýst eftir umsóknum vegna sjóstangaveiða

Deila:

Fiskistofa auglýsir nú eftir umsóknum um vilyrði fyrir aflaskráningu vegna opinberra sjóstangaveiðimóta sem áætlað er að halda á yfirstandandi fiskveiðiári, sbr. reglugerð nr. 295/2018 um skráningu afla á opinberum sjóstangaveiðimótum.

Skilyrði þess að afli sem veiðist á opinberu sjóstangaveiðimóti skráist ekki til aflamarks eða krókaaflamarks skips er að vilyrði Fiskistofu vegna aflaskráningar hafi verið aflað.

Umsóknarfrestur er til og með 1. desember nk. og skulu umsóknir sendar Fiskistofu, Dalshrauni 1, 220 Hafnarfirði á sérstöku eyðublaði.

Með umsókn skulu fylgja samþykktir félagsins og upplýsingar um reglur um félagsaðild.

 

Deila: