Skjáveggjastýring í Margréti EA

Deila:

Brúin í uppsjávarskipi Samherja, Margréti EA 710 hefur tekið miklum breytingum á skömmum tíma. Svokölluð skjáveggjastýring hefur verið innleidd, sem gerir það að verkum að skipstjórinn getur stjórnað og fylgst með hvaða tæki sem er á stórum sjónvarpsskjáum. Hjörtur Valsson skipstjóri segir að ótrúlega vel hafi gengið að setja upp skjáveggjastýringuna.

Um þetta er fjallað á vef Samherja. „Með þessu kerfi er hægt að draga yfir á skjáina öll þau tæki sem verið er að vinna með hverju sinni, hvort sem við erum á veiðum eða siglingu. Í gamla kerfinu vorum við með um tíu tölvumýs en núna er öllu stjórnað með einni mús, sem er mikill kostur. Myndirnar eru auk þess mun skýrari en á gömlu tækjunum, enda voru þau komin nokkuð til ára sinna. Allar skipanir í kerfinu eru því mun auðveldari og svo munar miklu að geta sett upp mismunandi sviðsmyndir og haft alla þætti svo að segja á sama staðnum. Allt þetta gerir vinnuaðstöðuna þægilegri og öruggari,“ segir Hjörtur.

Nánar er fjallað um breytinguna á vef Samherja.

Deila: