Enn leitað að loðnu

Deila:

Í dag héldu veiðiskipin Ásgrímur Halldórsson og Polar Ammassak á miðin til loðnumælinga. Þetta kemur fram á vef Hafró. Fram kemur að til hafi staðið að rannsóknaskipið Árni Friðriksson færi einnig til mælinga en að olíuleki sem greindist með driföxli hafi sett strik í þann reikning. Skipið er í viðgerð.

Þess í stað hefur loðnuskipið Heimaey VE verið ræst til verkefnisins.

Útgerðir uppsjávarveiðiskipa munu bera kostnað af tveimur skipum og Hafrannsóknastofnun af einu. Sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar verða um borð í öllum skipunum og stjórna mælingunum.

Fyrirhugað rannsóknarsvæði nær frá Víkurál út af Vestfjörðum og þaðan til austurs að Héraðsdjúpi út af Austfjörðum en yfirferðina mun þurfa að aðlaga að útbreiðslu loðnunnar og aðgengi að hafsvæðum t.d. vegna hafíss.

Deila: