Örfirisey með mest úr Barentshafi

Deila:

Þorskafli Íslenskra skipa úr Barentshafi er nú um 5.256 tonn og er hann allur úr lögsögu Noregs. Engar heimildir hafa verið gefnar út til veiða innan lögsögu Rússa eftir innrás þeirra í Úkraínu, en í fyrra sóttu íslensk skip 4.150 tonn af þorski í Rússasjó.
Fimm skip hafa sótt þorsk í norsku lögsöguna í ár. Það eru Örfirisey RE með 1.574 tonn, Sólberg ÓF með 1.426 tonn, Blængur NK með 860 tonn, Sólborg RE með 770 tonn og Arnar HU með 625 tonn. Öll hafa þessi skip náð heimildum sínum. Eitt skip til viðbótar er með aflaheimildir innan norsku lögsögunnar. Það er Björgvin EA með 198 tonna kvóta. Ekki liggur fyrir hvort togarinn sækir þessar heimildir, en hann er ísfisktogari.

Deila: